Í ritun hef ég verið að skrifa frásögn. Ég ákvað að skrifa um skemmtilegastu ferðina mína en það var ferðin í súmarbústað í ölfusborgir. Fyrst gerði ég uppkast og skrifaði það á blað, næst fór ég í tölvur og pikkaði það inn í tölvu. Svo fór kennarinn yfir og lagaði það sem þurfti, svo prentaði ég það út og gerði forsíðu og baksíðu. Í fyrsta ritunarverkefninu sem sagt þessu áttum við að teikna forsíðuna og handskrifa baksíðuna og við áttum að skrifa einhverja frásögn, við máttum ekki velja. Eftir að allir voru búnir með ritunarverkið sitt höfðum við uppskeruhátið. Þá máttum við koma með nammi fyrir 150 kr og smá gos. Þetta var fyrsta ritunarverkið sem ég gaf út og mér fannst það mjög gaman
Hér getið þið séð fyrsta ritunarverkið mitt:
Í ritun hef ég verið að skrifa sögu. Ég mátti velja um hvað ég skrifa, það mátti vera hvað sem er. Ég ákvað að skrifa um nokkrar skáldsögu um vináttu. Þegar ég var búinn að gera uppkast pikkaði ég það inn í tölvu og þegar ég var búinn að því fór kennarinn yfir og lagaði það sem þurfti. Næst gerði ég forsíðu og baksíðu og þá var sagan tilbúinn. Í þessu verki gerði ég forsíðuna og baksíðuna í tölvunni. Við höfðum líka uppskeruhátíð þá, þar sem við máttum koma með nammi fyrir 150 kr og smá gos. Mér fannst ágætlega gaman að skrifa sögu en það var skemmtilegra að skrifa frásögn
Hér getið þið séð söguna mína:
Flokkur: Bloggar | 23.4.2013 | 13:24 (breytt 26.4.2013 kl. 09:29) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.